Helga fékk styrk frá HÍ

Fyrrverandi nemandi okkar, Helga Sveinsdóttir, var ein 40 nemenda Háskólans sem fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Styrkupphæð hvers og eins nemur 375 þúsund krónum og heildarupphæð styrkjanna er því 15 milljónir króna. 

Helga varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorið 2021 af raunvísindabraut. Á myndinni með fréttinni er Helga ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, við afhendingu styrkjanna. Myndin er frá HÍ.

Við óskum Helgu til hamingju með viðurkenninguna og góðs gengis í sínu námi.