Heimsókn frá Píeta samtökunum

Miðvikudaginn 10. september fengum við heimsókn frá Píeta samtökunum. Þau sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða en Gulur september er einmitt helgaður sjálfsvígsforvörnum. Samtökin heimsækja alla framhaldsskóla landsins í mánuðinum og svo vildi til að heimsóknin til okkar var einmitt á Gula deginum, 10. september.

Það voru þau Tómas Daði Bessason sálfræðingur og Birna Rún Eiríksdóttir leikkona sem mættu og ræddu við nemendur á sal. Þau ræddu m.a. um andlega líðan og geðheilbrigði og mikilvægi þess að opna á hlutina þegar vanlíðan eykst. Einnig bentu þau á úrræði og aðstoð sem hægt er að fá innan skóla og utan. Í lokin dreifðu þau spilastokkum frá Píeta en á spilunum eru leiðbeiningar og hvatning.

Við þökkum Tómasi Daða, Birnu Rún og Píeta samtökunum fyrir heimsóknina og framtakið. Athugið að Píeta síminn er opinn allan sólahringinn, alla daga ársins í síma 552-2218 en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112. Hjálparsíma Rauða krossins er 1717.