Hawaii-stemning hjá útskriftarnemendum

Föstudaginn 12. maí mættu útskriftarnemendur vorsins á Dimissio í annað sinn. Dimissio var reyndar viku fyrr en hópurinn þurfti þá að mæta í varabúningum en búningarnir fyrir Dimissio-þemað voru ekki komnir til landsins. Það leystist og nú mætti hópurinn í hefðbunda hópmyndatöku. Sól skein í heiði og það var við hæfi að dimittantarnir mættu einmitt eins og túristar á leið til Hawaii! Það var létt yfir hópnum enda styttist í langþráða útskrift sem verður 26. maí. 

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá Hawaii-stemningunni.