Gróðursetning útskriftarnema

Gróðursetning á haustönn 2021
Gróðursetning á haustönn 2021

Fimmtudaginn 23. september gekk vaskur hópur útskriftarnema ásamt nokkrum kennurum skólans upp í "Trúðaskóg" og gróðursetti nokkrar trjáplöntur. Það er skemmtileg hefð sem hefur myndast að útskriftarefni skólans gróðursetji trjáplöntur, að vori þeir sem útskrifast af vorönn en í byrjun haustannar þeir sem útskrifast í desember. Sjón er sögu ríkari og hér má sjá nokkrar myndir frá gróðursetningunni.

Hér má sjá fleiri myndir frá gróðursetningunni