Góð mæting á opið hús í FS

Þriðjudaginn 3. mars hélt skólinn kynningu fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Kynnt var námsframboð skólans sem er mjög fjölbreytt auk þess sem gestir gátu farið í skoðunarferðir um skólann með leiðsögn. Fulltrúi nemendafélagsins spjallaði við nemendur um félagslíf skólans. Gestum gafst kostur á að horfa á kynningarmyndband um skólastarfið og á myndband um nýbyggingu skólans sem stefnt er að, að verði tekin í notkun í vor.

Hér fyrir neðan má líta á nokkrar myndir frá opna húsinu.

Kynning fyrir grunnskólanemendur V2021