Gestir frá Frakklandi

Yannick Tremenec, Laure De Marco og Philippe Devisme með Hörpu Kristínu Einarsdóttur verkefnastjóra …
Yannick Tremenec, Laure De Marco og Philippe Devisme með Hörpu Kristínu Einarsdóttur verkefnastjóra erlendra samskipta.

Í síðustu viku tók Fjölbrautaskóli Suðurnesja á móti þremur kennurum sem hingað komu í viku heimsókn frá Frakkalandi. Laure De Marco enskukennari og Yannick Tremenec og Philippe Devisme sem kenna málm- og véltækni komu hingað til þess að kynna sér náms- og kennsluhætti við FS og til þess að fræðast um íslenskt menntakerfi og menningu á Íslandi. Þau kenna við Marie Curie framhaldsskólann í Nogent-sur-Oise sem er norðan við París. Skólinn sérhæfir sig í kennslu á sviði vísinda og tækni og er u.þ.b. tvöfalt fjölmennari en okkar skóli. 

Það var sönn ánægja að fá að taka á móti þessum áhugasömu kennurum og fræðast um leið um skólann þeirra og kennsluhætti í Frakklandi. Þau voru afar hrifin af því sem þau fengu að kynnast og höfðu sérstaklega á orði að þeim þótti nemendur okkar vinnusamir, sjálfstæðir og áhugasamir, starfsfólk vinalegt og fræðandi og skólin vel búinn.  Gestirnir heimsóttu tíma hjá fjölmörgum kennurum, funduðu með áfangastjóra og námsráðgjöfum og fengu leiðsögn um Reykjanesið. Þau vildu skila miklu þakklæti til allra sem gáfu sér tíma til að spjalla.