Fyrirlestur um hollt mataræði og heilbrigðan lífsstíl

Langar ykkur að fræðast um hollt mataræði og leiðir að skemmtilegum og heilbrigðum lífsstíl?
Reykjanesbær býður nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja á rafrænan fyrirlestur um hollt mataræði og leiðir að skemmtilegum og heilbrigðum lífsstíl.
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur mun halda fyrirlestur þriðjudaginn 25. janúar kl. 20:00.

Á þessum fyrirlestri verður m.a. farið í:
• Hvað er heilbrigður lífsstíll
• Hvað er hollt mataræði
• Áhrif orkudrykkja á líkamann
• Eiga unglingar að neyta fæðubótarefna
• Skemmtilegar leiðir að heilbrigði
• Andleg heilsa og mataræði

Eftirfarandi er hlekkur á fyrirlesturinn: https://www.youtube.com/watch?v=Tg8cilOOhIo

Helstu upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á facebook á eftirfarandi slóð:
https://www.facebook.com/events/679504040098049?ref=newsfeed

Fyrirlesturinn verður opinn í viku fyrir þá sem ná ekki að hlusta í beinni.