FS í undanúrslit Morfís

Mánudagskvöldið 6. mars fylktu FS-ingar liði og héldu til höfuðborgarinnar til að mæta MH í átta liða úrslitum Morfís. Umræðuefnið að þessu sinni var bjartsýni og talaði okkar fólk gegn henni. Lið okkar gerði sér lítið fyrir og VANN! Auk þess áttum við ræðumann kvöldsins en það var Magnús Már Newman sem hlaut þann titil.

Auk Magnúsar var liðið skipað þeim Sóleyju Halldórsdóttur, Gunnhildi Hjörleifsdóttir og Betsý Ástu Stefánsdóttur.

Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með vel verðskuldaðan sigur. Velkomin í undanúrslit Morfís!