FS á Minni framtíð

Sýningin Mín framtíð fór fram í Laugardalshöll 16.-18. mars. Skólinn kynnti þar námsframboð eins og aðrir framhaldsskólar en einnig var kynning á iðn- og verkgreinum. Samhliða fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina en þar var keppt í 22 faggreinum.

Nokkrir nemendur okkar tóku þátt í keppninni og stóðu sig frábærlega. Þrír keppendur kepptu í hársnyrtiiðn, þær Berglind Elma Baldvinsdóttir, Bríet María Ómarsdóttir og Laufey Lind Valgeirsdóttir. Þar varð Berglind Elma efst og varð Íslandsmeistari og Laufey Lind varð í 2. sæti. Skafti Þór Einarsson keppti í rafiðnum og Sverrir Þór Freysson í húsasmíði og stóðu þeir sig með prýði.

Eyþór Trausti Óskarsson og Hjörtur Máni Skúlason kepptu saman í forritun og urðu í 2. sæti. Skólinn sendi lið í vefþróun og varð þar í 2. sæti. Liðið skipuðu þau Agata Bernadeta Hirsz, Bergsveinn Ellertsson og Jakub Sienkiewicz.

Við óskum okkar fólki til hamingju með frammistöðuna.