FS á 9líf

Fimmtudaginn 8. september fóru nemendur og starfsfólk FS í Borgarleikhúsið og sáu sýninguna 9líf. Sýningin fjallar auðvitað um ævi og feril Bubba Morthens og um leið íslenskt þjóðfélag síðustu áratugi. Skólinn keypti alla miðana þetta kvöld og bauð nemendum og starfsfólki skólans í leikhús. Það var mögnuð stemmning á sýningunni og fólk tók virkan þátt í fjörinu og lifði sig líka inn í dramatísku augnablikin.

Í myndasafnið eru komnar nokkrar myndir frá sýningunni.