Frá lýðræðisfundi

Miðvikudaginn 23. nóvember var haldinn svokallaður lýðræðisfundur en tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum nemenda um skólann og það starf sem hér fer fram. Hópur nemenda bauð sig fram til að taka þátt og var skipt í hópa. Umræðuefnin voru félagslífið, námið og skólinn en það voru fulltrúar úr matsnefnd skólans sem stýrðu fundinum. Margar góðar athugasemdir og hugmyndir komu fram á fundinum sem var jákvæður og gagnlegur. Niðurstöður fundarins verða síðan nýttar í skipulags- og stefnumótunarvinnu en sumar hugmyndirnar er hægt að skoða strax. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn með þessu sniði og er hugmyndin að halda fleiri slíka fundi í framtíðinni.