Frá foreldrafundi

Þriðjudaginn 13. september var kynningarfundur fyrir foreldra nýnema. Fundurinn var á sal skólans og var einnig streymt á YouTube.

Kristján Ásmundsson skólameistari setti fundinn og bauð gesti velkomna. Margrét Lilja Guðmundsdóttir hjá Rannsóknum og greiningu sagði svo frá rannsóknum fyrirtækisins á heilsu og líðan ungmenna og ræddi sérstaklega um skjátíma, svefn og neyslu orkudrykkja og nikótínpúða. Elín Rut Ólafsdóttir áfangastjóri sagði frá vef skólans og Rósa Guðmundsdóttir námstjóri kynnti skólakerfið Innu og hvernig foreldrar geta fylgst með námi barna sinna. Að lokum var svo rætt um Foreldrafélag FS en Guðný Birna Guðmundsdóttir er nýr forsvarsmaður þess.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá foreldrafundinum.