Fimmta Græna skrefinu náð

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólinn hefur náð öllum fimm skrefunum í verkefninu Græn skref. Þetta verkefni er fyrir ríkisstofnanir sem vilja vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og er unnið eftir gátlistum. Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er einnig hugsað sem leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál. Sonja Sigurðardóttir fjármálastjóri hefur haldið utan um verkefnið í skólanum og hefur Ægir Karl Ægisson áfangastjóri starfað með henni.

Á myndinni eru Sonja, Guðlaug Pálsdóttir skólameistari og Ægir Karl með viðurkenningaskjalið sem staðfestir að fimmta Græna skrefinu sé náð.