Ferð á blakleik í Mosó

Nemendur í blakáfanga skelltu sér á blakleik í Mosfellsbæ miðvikudaginn 2. nóvember. Þar fór fram stórskemmtilegur leikur í efstu deild karla þar sem heimamenn í Aftureldingu töpuðu 3-0 gegn Íslandsmeisturum Hamars. Það er gaman að segja frá því að í liði Aftureldingar er fyrrum nemandi skólans, Kristinn Rafn Sveinsson.

Umgjörð leiksins var virkilega flott og greinilega vel staðið að málum í Mosfellsbæ. Nemendur skemmtu sér ljómandi vel á leiknum en með í för var kennari hópsins, Gunnar Magnús Jónsson. Tveir kennarar bættust reyndar í hópinn, Þorvaldur og Magnús Einþór sem eru báðir miklar blakkempur.