27.06.2022
Guðmann Kristþórsson
- Haustönn 2022 hefst með nýnemadegi þriðjudaginn 16. ágúst.
- Nýnemar mæta kl. 8:00-8:15 en dagskránni lýkur um kl. 13:30.
- Nemendur fá hressingu og hádegismat.
-
Strætó fer frá öllum stöðum (Grindavík, Garði, Sandgerði, Vogum) á áætlunartíma að morgni til. Heimferðin verður svo eftirfarandi:
• Leið 88 – Grindavík. Strætó stoppar kl. 13:45 við FS.
• Leið 87 – Vogar. Krakkarnir úr Vogum fara upp að Miðstöð (Nettó). Strætó fer þaðan kl. 13:55, þau fara út við Vogaafleggja og þar bíður eftir þeim vagninn niður í Voga.
• Leið 89 – Garður/Sandgerði. Strætó stoppar við FS kl. 13:50 og hann fer svo eins og leið liggur út í Garð og Sandgerði.
Nemendur þurfa að greiða í Strætó. Hægt er að greiða í strætó með peningum eða korti eða strætóappinu. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó b.s., www.straeto.is.