Fab Lab Suðurnes opnar 18. janúar

Fimmtudaginn 18. janúar opnar Fab Lab Suðurnes fyrir nemendur, kennara og almenning. Smiðjan er staðsett í skólanum, á 1. hæð við Faxabraut.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á nýsköpun og tækni að kynna sér hvaða möguleikar eru í boði. Fab Lab smiðjan er vel tækjum búin og hlökkum við mikið til að takast á við þetta skemmtilega verkefni.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðunni Fab Lab Suðurnes og einnig í gegnum netfangið fablab@fss.is.