Evrópska nýtnivikan í FS

Dagana 19.-27. nóvember næstkomandi stendur evrópsk Nýtnivika yfir en markmiðið með henni er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Við í FS ætlum að standa fyrir fataskiptimarkaði dagana 22.-25. nóvember fyrir framan bókasafnið (frá þriðjudagsmorgni - föstudags).

Þið mætið með hreinar, heilar flíkur og/eða fylgihluti og komið þeim fyrir á skiptimarkaðnum. Þið getið einnig tekið það sem ykkur líst vel á.
Það sem sem verður afgangs verður gefið til hjálparsamtaka.

Nú er lag að kíkja í skápana og koma með þær flíkur sem þið eruð hætt að nota en eiga kannski nóg eftir og geta nýst einhverjum öðrum aðila.

Þema ársins í nýtnivikunni er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu "Sóun er ekki lengur í tísku! "
Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.

Sýnum heiminum hversu umhverfisvæn við erum í FS og tökum þátt í að draga úr mengun með því að endurnýta textíl.

#grænskref #samangegnsoun #nytnivikan #ewwr2022