Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson heimsótti nemendur í stjórnmálafræði og ræddi við þá um frjálsa fjölmiðlun. Máni hefur starfað lengi við fjölmiðla og t.d. stýrt þættinum Harmageddon á X-inu (einu útvarpstöðinni sem spilar almennilega tónlist að hans sögn!). Það sköpuðust líflegar og skemmtilegar umræður í tímanum.
Nemendur voru búnir að undirbúa sig vel og komu með krefjandi spurningar eins og: Á RÚV heima á auglýsingamarkaði? Eru fjölmiðlar í raun og veru frjálsir ef þeir fá ríkisstyrki? Hafa fjölmiðlar áhrif á lýðræðislegar kosningar? Er mikið um falsfréttir á Íslandi? Hvenær mega fjölmiðlar birta nöfn meintra gerenda?
Í tímanum voru gestakennarar frá Tékklandi og voru þeir mjög hrifnir af hreinskiptum umræðum Mána og nemenda.
Við þökkum Mána fyrir heimsóknina og skemmtilegar umræður.
Á myndinni hér fyrir neðan er Máni ásamt nemendahópnum og Lovísu Larsen kennara.