Dýrindiskalkúnn á Þakkargjörð

Starfsfólk mötuneytis skólans ákvað að halda upp á Þakkargjörðardaginn og bauð upp á dýrindis kalkún með meðlæti í tilefni dagsins. Fólk kunni svo sannarlega vel að meta en röðin hjá nemendum náði út að dyrum og matsalur starfsmanna var þétt setinn. Það var handagangur í öskjunni hjá þeim Bruno, Moniku og Ketty í mötuneytinu við að afgreiða kræsingarnar. Viðstaddir tóku vel til matar síns og fóru ánægðir og saddir aftur til náms og vinnu.