Byggt á Dimissio

Dimissio vorannar var haldin á sal föstudaginn 29. apríl. Þar kvöddu væntanlegir útskriftarnemendur skólann. Að þessu sinni mætti hópurinn í vestum og með hjálma og greinilega tilbúinn í framkvæmdir.

Hópurinn byrjaði á því að sýna stutt myndband þar sem kennarar og skólalífið var sýnt í spaugilegu ljósi. Að því loknu var komið að hefðbundinni verðlaunaafhendingu og þar fengu skemmtilegustu, hressustu og ströngustu kennararnir viðurkenningar fyrir frammistöðuna.

Hér eru nokkrar myndir frá Dimissio.