Bústaðurinn rís

Á hverjum vetri rís sumarbústaður á skólalóðinni en það eru nemendur í húsasmíði og rafiðnum sem vinna að smíðinni sem er hluti af námi þeirra. Í dag var stór stund þegar veggjagrindin var reist en allir nemendur á 1. ári í húsasmíði tóku þátt í verkefninu. Verkið gekk hratt og vel undir öruggri stjórn Gunnars Valdimarssonar kennara.