Breytingar á skólastarfi

Vegna aðstæðna sem öllum eru kunnar þá verða engir Þemadagar hér í FS í ár, því miður. Því hefur verið ákveðið að hafa vetrarfrí þessa tvo daga 18. og 19. febrúar næstkomandi. Með því móti er það í höndum hvers og eins hvernig þessum dögum er varið. Flestir nemendur sem og kennarar kjósa eflaust að slaka á og safna kröftum fyrir seinni hluta annarinnar.

Fleiri breytingar eru á döfinni en frá og með 8. febrúar verður hætt með blandaða kennslu og þeir áfangar sem hafa verið annan daginn í staðkennslu og hinn daginn í fjarkennslu verða frá og með þeim degi í staðkennslu eingöngu.

Eftir vetrarfríið, þann 22. febrúar, er stefnt að því að öll kennsla verði í staðkennslu og það haldist þannig út önnina. Eftir sem áður verður grímuskylda og reynt að virða fjarlægðarmörk eins og kostur er.