Bleiki dagurinn í FS

Bleiki dagurinn í ár verður 20. október en þá er haustfrí í skólanum. Bleiki dagurinn var því haldinn hjá okkur miðvikudaginn 11. október og tóku nemendafélagið og starfsmannafélagið sig saman um að halda upp á þennan mikilvæga dag. Nemendur skreyttu salinn og seldu heimabakaðar vöfflur með bleikum rjóma og kremi. Trúbadorinn Arnór Sindri mætti svo á svæðið og tók nokkur lög en hann er fyrrum nemandi okkar. Á kennarastofunni var boðið upp á glæsilegar bleikar kökur sem Guðbjörg matreiðslukennari hristi fram úr erminni. Fólk var svo hvatt til að mæta í bleiku og tóku fjölmargir þeirri áskorun. Þess má geta að nemendur í fatasaumsáföngum eru þessa dagana að sauma bleikar slaufur sem verða seldar í skólanum og í október er skólinn lýstur upp með bleikum ljósum.
 
Við hvetjum svo alla til að taka þátt í Bleika deginum þann 20. október. Hér er vefur Bleika dagsins og svo er hægt að fylgjast með á Facebook