Birting einkunna og prófsýni 19. maí

Birting einkunna og próf- og verkefnasýning verða fimmtudaginn 19. maí. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu um kl. 11:00. Hægt verður að skoða próf og verkefni kl. 11:30-12:30 þennan dag. Kennarar verða í stofum og þar geta nemendur skoðað sín gögn og rætt við kennara. Athugið að þarna hafa nemendur tækifæri til að gera athugasemdir við námsmat.