Bergsveinn vann Hljóðnemann 2024

Hljóðneminn, söngkeppni NFS, fór fram á sal miðvikudaginn 17. janúar. Vel var mætt og góð stemmning í salnum. Átta keppendur tóku þátt og buðu upp á mjög fjölbreytt og skemmtileg atriði. Sungið var á íslensku, ensku, arabísku og úkraínsku og þess má geta að tveir keppendur fluttu frumsamin lög. Dómnefndin var að sjálfsögðu skipuð úrvalsfólki en það voru þau Þorsteinn Helgi Kristjánsson, Róbert Andri Drzymkowski og Kristjana Hrönn Árnadóttir.

Eftir skemmtilega keppni var það Bergsveinn Ellertsson sem fór með sigur af hólmi. Hann söng hið sígilda lag I Don't Want to Talk About It eftir Danny Whitten með sannkölluðum glæsibrag. Í öðru sæti varð Arnbjörg Hjartardóttir og í þriðja sæti varð svo Agata Wanda Jedrzejczak. Bergsveinn verður því fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram síðar í vor.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá Hljóðnemanum.