112 dagurinn - fræðsla

112 dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar eins og undanfarin ár. Á 112 deginum í ár verður sjónum beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is

Markmiðið með 112 deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.


Hér fyrir neðan er listi yfir fræðslumyndbönd um ofbeldi, neyðarnúmerið 112 og hjálparsíma Rauða krossins 1717

Lögreglan getur hjálpað!

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón með skilaboð: „Ef að þú hringir í 112 getur lögreglan hjálpað“, „Börn geta líka hringt í 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins.“

Tölum um ofbeldi.

Mundu að ofbeldið er aldrei þér að kenna. Fullorðnir eiga að passa að börnum líði vel og fullorðnir verða að leysa vandann. Fáðu hjálp með því að segja frá, það er alltaf einhver sem getur hjálpað.

Raunverulegt viðtal við þolanda heimilisofbeldis.

Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við heimilisofbeldi. Hún hefur nú flutt á annað heimili með mömmu sinni. Í dag er hún glöð og býr við öryggi. Mikilvæg skilaboð í lok myndbands „Við erum öll saman gegn ofbeldi“ „112 hringdu – jafnvel þótt þú sért í vafa“

Hagnýtt efni tengt 112 deginum

https://www.112.is/born-og-unglingar

https://www.logreglan.is/fraedsla/ofbeldi/ofbeldigegnbornum/