Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk

Þriðjudaginn 9. apríl verður opið hús fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra. Opið verður kl. 17:00-18:00 á sal skólans. Þar geta gestir kynnt sér skólann og námsframboð. Fulltrúar nemendafélagsins kynna starfsemi þess og einnig verður boðið upp á ferðir um skólann þar sem aðstaða verður sýnd.