FÉLA3AB05 - Félagsfræði - Afbrotafræði 2
Undanfari : FÉLA3AH05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Framhaldsáfangi í afbrotafræði þar sem lögð er áhersla á að dýpka skilning nemenda á helstu viðfangsefnum greinarinnar með áherslu á gagnrýna hugsun, fræðilega greiningu og beitingu kenninga. Fjallað verður um sérhæfð og alvarleg afbrot, áhrif tæknibreytinga og alþjóðavæðingar, þróun refsinga og sálfræðilega þætti gerenda.
Dæmi um viðfangsefni:
- raðmorð og hugarheimur raðmorðingja
- mannshvörf og rannsóknir á þeim
- hryðjuverk og alþjóðleg viðbrögð
- skipulögð glæpastarfsemi og fórnarlömb hennar
- afbrot í stafrænum heimi og áhrif tækninýjunga
- alþjóðlegur samanburður á afbrotum og refsivörslu
- þróun refsinga í ljósi samfélagsbreytinga
- afbrotasálfræði og sálrænir þættir sem tengjast frávikshegðun
Nemendur læra að greina raunveruleg viðfangsefni afbrotafræðinnar með gleraugum kenninga og beita fræðilegri hugsun við lausn samfélagslegra áskorana. Áhersla er lögð á að styrkja færni nemenda í greiningu, túlkun og stefnumótun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sálfræðilegum þáttum sem tengjast raðmorðum og ofbeldi
- rannsóknum á mannshvörfum og aðferðum við leit og greiningu
- hryðjuverkum og alþjóðlegum viðbrögðum við þeim
- skipulagðri glæpastarfsemi og fórnarlömbum hennar
- þróun refsilaga í samtímanum
- afbrotum í stafrænum heimi og nýjum gerðum netglæpa
- alþjóðlegum samanburði á afbrotatíðni og fangelsismálum
- hlutverki afbrotasálfræðinnar við að skýra hegðun gerenda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita kenningum og aðferðum afbrotafræðinnar við sérhæfð viðfangsefni
- greina flókin mál eins og hryðjuverk eða skipulagða glæpastarfsemi með fræðilegum aðferðum
- skilja hvernig tæknibreytingar og alþjóðavæðing hafa áhrif á þróun afbrota
- greina rannsóknir og kenningar á gagnrýnin hátt
- setja fram rökstuddar lausnir við raunverulegum áskorunum sem tengjast afbrotum
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita afbrotafræði og kenningum í stefnumótun og forvarnastarfi
- túlka og greina gögn og rannsóknir með gagnrýnum hætti
- þróa eigin hugmyndir og lausnir á sviði refsivörslu, forvarna og samfélagslegrar ábyrgðar