Uppbrotsdagur FS 2023

Uppbrotsdagur FS verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi. Ekki er hefðbundin kennsla þann daginn heldur skrá nemendur sig á uppákomur um morguninn og síðan verður endað á heljarinnar skemmtun á sal skólans kl. 12:00. Mæting er kl. 8:30 og skóladegi lýkur um kl. 13:00.

Ýttu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þig á uppákomu á uppbrotsdegi FS 2023 

Skráning á uppbrotsdaginn

Bætt hugsun, betri líðan - Lovísa Hafssteinsdóttir Hugsanir, tilfinningar og hegðunin okkar hafa áhrif hvert á annað. Lærum að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi við til að bæta líðan. 
Jóga (ca.1 klst) - María Rún Baldursdóttir Létt og þægilegt jóga með Maríu. Njóttu þín í slökun og þægindum í morgunsárið.
Íþróttasálfræði - Daníel Guðni Guðmundsson Íþróttasálfræði rannsakar og vinnur með hegðun fólks í íþróttaaðstæðum. Daníel er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með mastersgráðu í Íþróttasálfræði frá Háskólanum Lund í Svíþjóð. Er aðstoðarþjálfari m.fl Njarðvíkur í körfubolta og er núna Coach Lead hjá Sidekick Health.  
Andleg heilsa - Eysteinn Húni Hauksson Eysteinn Húni er öllum hnútum kunnugur í fótboltaheiminum og er nú yfirþjálfari yngri flokka hjá Val. Hér fjallar hann um andlega heilsu.
Næring og heilsa - Thelma Rún Rúnarsdóttir Thelma er menntaður næringafræðingur og doktorsnemi í heilsuvísindum. Hefur verið að halda fyrirlestra fyrir íþróttafélög um næringarfræði.