Námsframvinda

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2004.

  • Nemandi skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta eða ná fullnægjandi námsárangri í námi sem svarar til 18 kennslustunda á viku og telst hann annars fallinn á viðkomandi önn. Skólum er heimilt að víkja frá þessu lágmarki á fyrstu önn. Skólum er einnig heimilt að miða við að nemendur ljúki 18 einingum á tveimur önnum. Skóla er ekki skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið á tveimur önnum í röð.
  • Falli nemandi á önn á hann rétt á að láta þá áfanga standa þar sem hann hefur fengið einkunnina 7 eða hærra.
  • Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í sama áfanga.
  • Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka 11 annir mest og reglulegt tveggja ára nám 7 annir mest.
  • Ef fall í einum áfanga í áfangaskóla kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast með lokapróf skal leyfa honum að taka upp próf í þeim áfanga í lok sömu annar.
  • Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar.