VÉLS3VB05(DV) - Vélstjórn 4 - Stjórnun véla og vélbúnaðar, þjálfun í vélhermum

Undanfari : VÉLS3VB05(CV)
Í boði : Haust

Lýsing

Nemandinn þjálfast í keyrslu vélarúms og vélbúnaðar. Með vélhermum kynnist nemandinn daglegum rekstri vélarúms, frá köldu skipi til fullrar aflnotkunar. Viðbrögð við bilunum þjálfuð. Nemandinn ræsir allan búnað vélarrúmsins og rekur vélarrúmið með hjálp viðvörunarkerfa hermisins í tilgreindan tíma. Nemandinn bregst við gangtruflunum, greinir bilanir og kemur búnaðinum í rétt horf. Nemandinn öðlast hagnýta verklega þjálfun við stjórn á brunavél ásamt viðeigandi stoðkerfum í vélarhermi. Nemendur annast allan daglegan rekstur vélarrúms frá stjórnstöð, sinna bilanagreiningu og nýta sér upplýsingar frá framleiðendum, afgasvaka og viðvörunarkerfi til að tryggja öruggan rekstur vélarúmsins.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • nútímaeldsneytiskerfum sem hönnuð eru fyrir gasolíu- og svartolíumeðhöndlun og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfunum með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleikum eldsneytisolíu af mismunandi flokkum ásamt grundvallaratriðum um skiljun
  • nútíma smurolíukerfi og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfinu með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleikum smurolíu af mismunandi flokkum og meðferð hennar við daglegan rekstur véla
  • nútíma kælivatns- og sjókælikerfi og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfunum með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleikum fersk- og saltvatns til kælingar og meðhöndlun þess við daglegan rekstur véla
  • helstu orsökum og skilyrðum tæringar í skipum og vélakerfum ásamt þeim aðgerðum sem beitt er til varnar tæringu
  • gerð og uppbyggingu krosshausvéla


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota teikningar og leiðbeiningabæklinga til að átta sig á uppbyggingu vélahluta og búnaðar og hvernig þeir vinna
  • rekja og átta sig á samhengi kerfa í vélarúmi


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • annast rekstur skilvindukerfa í eldsneytis- og smurolíukerfum
  • annast rekstur aðal- og ljósavéla í minni skipum og sinna öllu fyrirbyggjandi viðhaldi á þeim
  • mæla og meta ástand kælivatns m.t.t tæringar