STÝR1VA05(AV) - Stýritækni loft- og vökastýringa

Undanfari : VÉLS1VA05(AV)
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum öðlast nemandinn grunnþekkingu á loft-, og vökvastýrðum kerfum, meðhöndlun loftsins (raka, síun, hitastig) og uppbyggingu vökva, helstu þætti þeirra, hlutverk og notkunarsvið. Hann þjálfast í stillingu þrýstings, notkun og stillingu tímaliða og hraða. Fjallað er um helstu atriði í uppbyggingu þrepastýrikerfa og raktar teikningar af stýrikerfum. Nemandinn fær undirstöðuþekkingu og skilning á hlutverki og notkun stýritækninnar, þannig að hann verði fær um að þjóna loft- og vökvastýrð kerfi, setja upp kerfi eftir teikningum og framkvæma einfaldar viðgerðir. Gerðar eru verklegar æfingar í uppbyggingu og notkun einfaldra loft- og vökvastýrikerfa.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • táknmyndum sem notuð eru í teikningum samkvæmt ISO-staðli
  • samhengi flatar, þrýstings og krafts
  • loftþjöppum og vökvadælum, tjökkum, lokum og öðrum búnaði tengdum loft- og vökvakerfum
  • öryggisþáttum við meðhöndlun á lofti og vökva undir þrýsting
  • hraðastillingum strokka
  • notkun tímaliða (með stillanlegum rof- og tengitíma)
  • áhvílandi stýrimerkjum
  • síum og hreinsibúnaði
  • helstu tegundum lagna, rör, slöngur, festingar og tengi
  • vökvum sem notaðir eru á vökvakerfi og eðliseiginleikum þeirra (seigju, seigjutölu)
  • umhverfisáhrifum vökva, förgun og endurvinnslu
  • helstu aðferðum við hreinsun á lögnum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja upp og annast tengingar einfaldra stýrikerfa
  • gera tengimyndir af hálf- og alsjálfvirkum raðferlum strokka
  • lesa kerfisteikningar og nota handbækur
  • gera starfsrit samkvæmt tengimyndum
  • nota handbækur


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stjórna loft- og þrýstivökvakerfum á öruggan hátt
  • lofttæma lokuð vökvakerfi
  • finna og lagfæra bilanir í loft- og þrýstivökvakerfum
  • útskýra virkni einfaldra stýrikerfa út frá teikningum
  • útskýra tengimyndir, starfsrit og stöðurit
  • meta hvort uppgefnar stærðir á lögnum séu réttar
  • meta stærð vökvageymis og lagna að honum og frá
  • meta orkutap í kerfum