SKNÁ1ST03 - Skynnám - Með áherslu á stærðfræði (ST)
							
																																
	
	
													
											
							Undanfari : Enginn
						
																
							Í boði
							: Alltaf
						
														 
					
		
					
				Lýsing
				Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Farið verður yfir nokkur undirstöðuhugtök stærðfræðinnar á einfaldan og fjölbreyttan hátt. Byrjað er að fjalla um efnið á sjónrænan- og heyrnrænan hátt. Tekin eru fyrir grunnform og grunnhugtök eins og fyrir framan, fyrir aftan, ofan, neðan og einnig tölustafir og einfaldar reiknisaðgerðir. Viðfangsefni og mismunandi form eru skoðuð og yfirfærð á námsumhverfið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að mismunandi form eru í umhverfinu
- að formin eru ólík og eru allsstaðar
- að til er fjöldi tölustafa sem tákna ákveðinn fjölda
 
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að greina á milli forma
- að skoða mismunandi form
- að nefna mismunandi form
- að þekkja tölustafi
- að kynnast mismunandi reikniaðferðum
 
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka þátt í umræðum um form í náttúrunni
- reikna einföld dæmi úr daglegu lífi
 
Áfangi á starfsbraut