SÁLF3SÁ05 - Sálfræði - Íþróttasálfræði
							
																																
	
	
													
					
		
					
				Lýsing
				Í þessum áfanga eru útskýrðar grunnforsendur íþrótta- og þjálfunarsálfræði. Áfanginn mun gefa grunnþekkingu á ákveðnum tækniatriðum huglægrar þjálfunar á sviði íþrótta- og þjálfunarsálfræði og fræða nemendur um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í íþróttasálfræði. Lögð er áhersla á grunnskilgreiningar, líkt og: áhugahvöt (innri og ytri), örvun, stress, kvíða og ákveðin lykilatriði persónueinkenna. Hvað hvetur fólk til þátttöku í líkamlegri hreyfingu og hvað er „kulnun“ og „ofþjálfun“? Áhersla er lögð á persónulega þætti, persónueinkenni, persónulega afstöðu, og tilfinningar sem hafa áhrif á framkvæmd og sálfræðilegan þroska í líkamlegri hreyfingu og þjálfunaraðstæðum. Nemendur verða þjálfaðir í hönnun og notkun spurningalista. Algengar sálfræðilegar raskanir meðal þátttakenda í íþróttum eru ræddar, líkt og: vímuefnamisnotkun, átröskun, og hreyfifíkn. Verkefni munu efla upplifun og þekkingu á tækniþáttum, kenningum og sviðinu í heild.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvað íþrótta- og þjálfunarsálfræði og nýtt hana til að tjá skoðanir sínar á ákveðnum þáttum þjálfunar eða hegðunar
- fimm helstu efnisatriðum í þjálfunarsálfræði varðandi örvun stress og kvíða, hvatning, sjálfstraust, einbeiting og athygli, sjónmyndum og hugræn þjálfun og nýtt þá þekkingu í starfi eða frekara námi
- tengt saman helstu efnisatriði og þekkingu í þjálfunarsálfræði, hvort sem er á ensku eða íslensku í vinnu með einstaklingum eða liðum
- sögulegum lykilstaðreyndum og persónum úr sögu íþrótta- og þjálfunarsálfræði. Með hvaða hætti viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing hefur áhrif á hegðun
- hvernig endurgjöf og samskipti geta mótað hegðun fólks
- með hvaða hætti líkamsrækt getur haft áhrif á líðan fólks, t.d. á kvíða og þunglyndi
- hvernig eigi að setja markmið og nýta þau á réttan hátt til að ná takmörkum
- hvernig sjálfstraust tengist frammistöðu
- áhrifum mikils álags á frammistöðu og líðan fólks
- helstu einkennum geðrænna kvilla
- þeim óheilbrigðu hegðun fólks sem getur fylgt íþróttaiðkun
- helstu ástæðum fyrir íþróttaiðkun barna og unglinga
 
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota helstu aðferðir hegðunarstjórnunnar til að móta hegðun og þar með aðstoða einstakling eða lið í að breyta hegðun ef þess þarf
- auka áhugahvöt iðkenda og þar með gera þá að betri liðsmönnum eða leikmönnum. Stjórna iðkendum í þjálfunaraðstæðum
- gera markmiðssetningu þar sem árangur er mælanlegur
- hanna æfingaáætlun sem getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks
- búa til spurningalista sem hentar vel í einkaþjálfun til að nálgast upplýsingar frá skjólstæðingum
- bera kennsl á óheilbrigða hegðun og kunna leiðir til að bregðast við slíku
- gera sér grein fyrir hvenær ákveðin hegðun eða geðrænir kvillar eru komnir útfyrir þekkingu og vita hvert skuli ráðleggja fólki að fara til að fá aðstoð annarra fagaðila
- taka ábyrgð á því hvernig skuli stuðla að aukinni þekkingu fólk á íþróttasálfræði, bæði innan og utan greinarinnar og stuðla að framþróun hennar
 
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka líkur á að æskileg hegðun fólks verði endurtekin
- hjálpa fólki að bæta árangur sinn í íþróttum eða líkamsrækt
- setja upp æfingu sem getur dregið úr kvíðaeinkennum fólks
- grípa inn í þegar iðkendur eru komnir í ofþjálfun eða eiga í hættu á að kulna
- nota þekkingu sína til að minnka líkur á brottfalli barna og unglinga úr íþróttum
- átta sig á hvaða þjálfunaraðferðum, hvers konar hegðun, æfingum, o.fl. skal beita þegar unnið er fyrir fólk
- nota fræðilegar nálganir af fimm helstu efnisþáttum í þjálfunarsálfræði í raunverulegum þjálfunaraðstæðum, bæði á ensku og íslensku
- styðjast við niðurstöður vísindalegra rannsókna við vinnu sínavera gagnrýnin í hugsun og geta lesið fræði- og rannsóknargreinar sem settar eru fram í alþjóðlegu umhverfi