ÍSLE1ML05 - Íslenska - Almenn braut
							
																																
	
	
													
											
							Undanfari : C-D í hæfnieinkunn í íslensku úr grunnskóla
						
																
							Í boði
							: Alltaf
						
														 
					
		
					
				Lýsing
				Áfanginn byggist upp á lestri ýmissa texta s.s skáldsagna, smásagna, þjóðsagna, ljóða og dægurlagatexta. Jafnframt eru nemendur þjálfaðir í ritun af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að nemendur efli málfærni sína og lesskilning með því að lesa og skrifa mismunandi texta. Leitast er við að fá nemendur til að lesa texta sér til ánægju og einnig eru þeir þjálfaðir í ólíkum gerðum ritsmíða bæði skapandi skrifum og nytjatextum. Farið er í helstu hugtök bókmenntafræðinnar og nemendum kennt að beita þeim við lestur og túlkun texta.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- bókmenntahugtökum
- einfaldri greiningu bókmenntatexta
 
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita bókmenntahugtökum
- beita tungumálinu í rituðu og töluðu máli
 
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrifa læsilegan texta
- notfæra sér hjálpargögn við lestur og ritun
- túlka bókmenntatexta og miðla þekkingu sinni á honum til annarra