FÉLA3NF05 - Félagsfræði - Nútímafélagsfræði

Undanfari : FÉLA2ES05
Í boði : Haust

Lýsing

Um áfanga í félagsfræði er að ræða þar sem fjallað er um marga þætti sem komið hafa inn í félagsfræðina á þessari öld og breytingar sem hafa orðið. Nemendur halda áfram að kynnast greininni, helstu hugtökum hennar með áherslu á hraðar tæknibreytingar sem hafa umbylt núverandi samfélagsgerð og leitt okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna. Í því samhengi má nefna umfjöllun um áhrif starfærnu byltingarinnar, hnattvæðingu, íslenskan vinnumarkað, umhverfisfélagsfræði, íþróttafélagsfræði, félagslega töfra og kynhlutverk. Jafnframt er fjallað almennt um hraðar samfélagsbreytingar á 21. öldinni á mörgum sviðum þjóðfélagsins og áhrif þeirra.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • gagnrýninni félagsfræði og klassískum kenningum
  • valdi, veruleika og samfélagslegum ójöfnuði
  • innflytjendum og flóttafólki
  • félagslegum áhrifum á líkamsvitund og líkamsmyndir
  • stafrænu byltingunni og umbreytingum í nútímasamfélagi
  • gervigreind og áhrifum hennar á samfélagið
  • valdleikjum tækniheimsins og framtíðarmótun
  • félagssálfræði og félagslegum samskiptum
  • íþróttafélagsfræði og samfélagslegu gildi íþrótta
  • hnattvæðingu og menningarstraumum samtímans
  • vinnumarkaði og breytingum á störfum 21. Aldar
  • kynhlutverkum og mótun þeirra
  • félagslegum töfrum og túlkun óvæntra félagslegra fyrirbæra
  • umhverfisfélagsfræði og félagsfræði loftslagsbreytinga
  • félagsfræði loftslagsbreytinga


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skýra kosti og áskoranir sem tengjast fjölgun innflytjenda og flóttafólks á Íslandi
  • greina jákvæð og neikvæð áhrif stafrænu byltingarinnar á samfélag og daglegt líf
  • útskýra áhrif gervigreindar á vald, vinnu, menningu og samskipti
  • greina valdleiki tækniheimsins og hvernig þeir móta framtíðina
  • greina áhrif samfélagsmiðla á líkamsmynd og sjálfsmynd
  • skýra þróun á íslenskum vinnumarkaði og nýjum kröfum 21. aldar
  • greina helstu afleiðingar loftslagsbreytinga út frá félagsfræðilegu sjónarhorni
  • greina eðli félagslegra „töfra“ og hvernig hnignun þeirra birtist í samtímanum
  • taka þátt í umræðu um hnattvæðingu og áhrif hennar á menningu, störf og sjálfsmynd
  • útskýra hvernig íþróttir endurspegla vald, kynhlutverk, menningu og samfélagsleg gildi
  • greina félagsfræðilegar kenningar og útskýra hvernig þær nýtast í túlkun samtímans
  • tengja lykilhugtök við raunveruleg dæmi úr samfélaginu
  • beita hugtökum félagsfræði til að greina vald, mismunun og félagslega stöðu hópa


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilgreina og skýra helstu hugtök félagsfræðinnar og beita þeim á raunveruleg dæmi
  • greina kostir og takmarkanir gervigreindar í námi og daglegu lífi
  • afla sér gagna á traustum vefsvæðum og nýta þau á ábyrgan hátt í námi og starfi
  • efla félagslegt siðferði, samkennd og ábyrgð gagnvart öðrum hópum samfélagsins
  • ígrunda og benda á leiðir til að takast á við samfélagslegar áskoranir samtímans
  • haga lífi sínu á sjálfbæran hátt út frá félagslegum og umhverfislegum sjónarhornum
  • skýra og rökstyðja mikilvæga áhersluþætti námsins út frá kenningum og rannsóknum
  • ígrundað og bent á leiðir til að takast á við samfélagslegar áskoranir
  • greina jákvæð áhrif íþrótta, hreyfingar og félagsstarfs á heilsu, félagslega þátttöku og samfélagslega virkni
  • ígrunda og rökræða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og hröðra tæknibreytinga á daglegt líf, vinnumarkað og lýðræði
  • greina hvernig félagslegir töfrar verða til í samfélaginu og hvað þurfi að gera til að styrkja og viðhalda þeim
  • tengja félagsfræðilegar kenningar (klassískar og samtímakenningar) við raunveruleg samfélagsmál, tækniþróun og nútíma áskoranir
  • vera meðvitaður um áhrif staðalmynda á samfélagsmiðlum og áhrif þeirra á sjálfsmynd
  • beita gagnrýnni hugsun til að greina valdleiki tækniheimsins og áhrif þeirra á daglegt líf, menningu og samskipti