FABL2FR05 - Fab Lab - Framhaldsáfangi
Undanfari : FABL2GR05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Nýr áfangi - framhaldsáfangi í FABLAB fyrir nemendur sem hafa lokið grunnáfanga. Hér er farið dýpra í hönnun og framleiðslu hluta. Nemendur læra að nota fræsara ásamt því að dýpka sig í þrívíddarprentun og notkunarmöguleikum laserskera. Nemendur vinna bæði frjáls valverkefni sem og stærra lokaverkefni.
Í áfanganum er farið yfir ferli vöruþróunar frá hugmynd að vöru. Farið er yfir hugmyndavinnu, skissutækni, hönnun í tví- og þrívídd, fræsingu afsteypumóta og gerð afsteypa. Þá er einnig farið í ferli við að koma vöru á framfæri og nemendur gera sína eigin frumgerð að vöru til framleiðslu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- nýsköpun, hugverkarétti, höfundarétti
- hugmyndavinnu, skissutækni
- fræsivélum og gerð afsteypumóta
- lokaverkefni í samráði við kennara
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- geta framkvæmt verkefni frá hugmynd til frumgerðar
- geta unnið skissu að frumgerð og kynnt fyrir öðrum
- geta unnið við fræsivél og gert afsteypumót
- geta gert afsteypu í plast og gúmmí
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta beitt helstu áhöldum og tækjum sem notuð eru í Fab Lab
- lesa og vinna eftir leiðbeiningum
- þróa hugmyndir sjálfstætt og undir leiðsögn
- skilja og nýta sér vinnuferli frá hugmynd til afurðar
- meta og rökstyðja vinnu sína á öllum stigum vinnuferlisins
- geta unnið sjálfstætt eftir verkáætlun, sem hann gerir sjálfur
- hanna, teikna og framleitt eigin afurð
Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara og sjálfsmati nemenda. Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra. Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkun grunnreglna, efnisvali og aðferðum.