VIFR2FF05(SB) - Fjármálafræði

Fjármálafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum læra nemendur um fjárfestingar og þær aðferðir sem beitt er til þess að meta hagkvæmni þeirra. Þá er farið í helstu tegundir verðbréfa, skuldabréfa og hlutabréfa og virðingu þeirra. Kennsluhættir eru í formi fyrirlestra, umræðutíma, dæmatíma og verkefnavinnu. Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt tölvutæknina við lausn verkefna og geti skilað verkefnum á tölvutæku formi. Markmið er að kennsluhættir stuðli að sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda. Námsefni áfangans má gróflega skipta í þrennt. 1) Umfjöllun um fjárfestingar og útreikningar tengdir þeim. Nemendur læra að meta núvirði fjárfestinga miðað við gefnar forsendur og í framhaldinu ákvarða hvort fjárfesting sé arðbær eða ekki. 2) Umfjöllun um algengustu tegundir skuldabréfa og útreikningum tengdum þeim. Nemendur læra m.a. um mismunandi greiðsluflæði mismunandi skuldabréfa og hvernig samspil ávöxtunarkröfu og greiðsluflæðis hefur áhrif á markaðsvirði skuldabréfa. 3) Umfjöllun um hlutabréf og kennitölur. Nemendur læra að meta virði hlutafjár miðað við gefnar forsendur og mynda sér skoðun á rekstrar- og fjárhagslegri stöðu fyrirtækis.

Þekkingarviðmið

 • mismunandi sparnaðarleiðum einstaklinga
 • tímagildi fjármagns og grundvallar þýðingu þess í fjármálum
 • vísitölum, hlutverki þeirra og notkun
 • ávöxtunarkröfu og fjármagnskostnaði sem og áhrifaþætti þessara fjármálhugtaka
 • helstu markaðsverðbréfum á íslenskum verðbréfamarkaði og hlutverk kauphalla í verðbréfaviðskiptum
 • helstu tegundum skuldabréfa
 • mikilvægi fjárfestinga í þjóðfélaginu og hvernig á að meta hagkvæmni þeirra

Leikniviðmið

 • reikna arðsemi mismunandi fjárfestingavalkosta
 • reikna markaðsverðmæti/gengi mismunandi tegunda skuldabréfa út frá ávöxtunarkröfu markaðarins
 • reikna virði hlutabréfa út frá sjóðsstreymisaðferð
 • reikna vísitölur og túlka niðurstöður þeirra
 • reikna út helstu kennitölur sem notaðar eru við mat á hlutabréfum og hlutafélögum
 • fást við einfalda útreikninga tengda áhrifum fjármögnunar á virði hlutafélaga

Hæfnisviðmið

 • hagnýta sér netið til öflunar og túlkunar fjármálalegra upplýsinga
 • fylgjast með verðbréfamarkaðnum og gera sér grein fyrir og meta hvers vegna sveiflur verða á honum og leggja mat á áhrif þeirra
 • fylgjast með umræðunni um fjárfestingar og þýðingu þeirra fyrir hagkerfið
 • skilja og meta hvað liggur að baki arðsemismati tiltekinnar fjárfestingar
 • túlka og greina rekstrarhorfur fyrirtækja út frá ársreikningum
 • búa til líkön í Excel til lausnar á fjárfestingavalkostum
 • beita gagnrýnni hugsun í einstaklings- og hópavinnu við lausn fjármálatengdra úrlausnarefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is