SAGA3SE05 - Evrópusaga

Evrópusaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Grunnáfangi í sögu á 2. þrepi
Miðaldir eru tímabil í sögu Evrópu, sem ná frá falli Rómaveldis eða um 476 e. Kr. til um 1800 e. Kr. Lok miðalda eru oft miðuð við upphaf endurreisnar stefnunnar í listum, eða við fund Kristófers Kólumbusar á Ameríku 1492. Miðaldir voru erfiðir tímar í Evrópusögunni og eru oft kallaðar ​hinar myrku miðaldir ​ , t.d. vegna svartadauða, vegna hnignunar verslunar og samgangna, ásamt hægri þróun lista (t.d. málaralistar og tónlistar). Miðaldöldum er stundum skipt í: ● Ármiðaldir (frá falli Vestrómverska ríkisins ​476​ til upphafs hámiðalda) ● Hámiðaldir (frá lokum Víkingaaldar 1066 til upphafs síðmiðalda) ● Síðmiðaldir (frá upphafi ítölsku endurreisnarinnar til upphafs nýaldar sem getur verið frá 1447 til 1545)

Þekkingarviðmið

  • sögu ármiðalda og upphaf kristinnar kirkju
  • landbúnað miðalda og lénskerfið
  • sögu býsansríkisins
  • sögu og rætur Islam
  • sögur hámiðalda s.s. konungsríkja og krossferða
  • sögu upphafs borga, verslunar og lærdóms á miðöldum
  • sögu síðmiðalda s.s. kreppunnar og plágunnar miklu

Leikniviðmið

  • færa rök fyrir máli sínu
  • vinna með heimildir
  • skrifa fræðilega texta
  • geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í stórum dráttum
  • kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á ítarlegri heimildaöflun
  • skýra helstu viðburði tímabilsins
  • gera greinarmun á staðreynd og túlkun
  • draga sjálfur ályktanir
  • geta beitt gagnrýnni hugsun við rannsókn á mismunandi viðfangsefni
  • flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum

Hæfnisviðmið

  • kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
  • færa rök fyrir niðurstöðum
  • gera sér grein fyrir orsakir og afleiðingar
Nánari upplýsingar á námskrá.is