STÆR1BT05 - Bókstafareikningur og talnalæsi

Bókstafareikningur og talnalæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Helstu viðfangsefni áfangans eru náttúrulegar, heilar og ræðar tölur og aðgerðir á þeim, undirstöðuatriði algebru, veldi og rætur, lausnir jafna, óuppsettar jöfnur, lausnir verkefna og þrauta, reikniformúlur, talnahlutföll, einingaskipti, skiptireikningur, prósentur, vextir, hnitakerfið, jafna beinnar línu, jöfnur af 1. stigi og kynning á 2. stigi.

Þekkingarviðmið

  • tölum og reikniaðferðum
  • forgangsröðun aðgerða og algengum stærðfræðitáknum
  • talnareikningi og deilanleika með lágum og stórum tölum
  • brotum, prósentu- , hlutfalla- og vaxtareikningi
  • notkun tákna sem staðgengi talna
  • eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi

Leikniviðmið

  • vinna með almennar tölur, röð aðgerða, almenn brot, bókstafsreikning, jöfnur og algebru
  • vinna með prósentu-, hlutfalls- og vaxtareikning
  • breyta stærðareiningum, veldum og rótum
  • vinna með jöfnu beinnar línu, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfis
  • temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun

Hæfnisviðmið

  • setja fram tölulegar upplýsingar
  • færa heimilisreikning
  • reikna út afslátt, virðisauka og prósentur
  • gera sér grein fyrir stærðum sem settar eru fram í staðalformi eða með forskeytum
  • nýta sér þá rökföstu hugsun, sem talnafræðin reynir á, í daglegu lífi
Nánari upplýsingar á námskrá.is