VFOR2JS05 - Vefforritun 2

Javascript

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: VFOR1GR05
Rifjað verður upp HTML og CSS. Nemendur munu kynnast forritunarmálinu Javascript til að búa til gagnvirkar vefsíður. Breytur, gagnaskipan, föll, hlutir og fylki er meðal þeirra hugtaka sem farið verður yfir.

Þekkingarviðmið

  • HTML
  • CSS
  • Javascript
  • JQuery

Leikniviðmið

  • leysa einföld forritunarvandamál með Javascript
  • nota Javascript til að gera vefsíðu gagnvirka
  • nota jQuery til að gera vefsíðu gagnvirka

Hæfnisviðmið

  • vinna sjálfstætt
  • útfæra einföld reikniforrit með Javascript
  • útfæra gagnvirka vefsíðu frá grunni með HTML, CSS og Javascript
Nánari upplýsingar á námskrá.is