TÖTÆ1GR05 - Tölvutækni 1

Grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum kynnast nemendur virkni undirstöðueininga einkatölvu svo sem örgjörva, rásasetti, tengiraufum, minni, einstökum stýringum á móðurborði, hlutverki BIOS, diskastýringum, inn- og úttakstengjum. Fjallað er um tækniupplýsingar og val á tæknibúnaði í samræmi við þær. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í samvirkni helstu jaðartækja sem notuð eru með einkatölvum.

Þekkingarviðmið

 • örgjörva
 • rásasettum
 • tengiraufum
 • minni
 • einstökum stýringum á móðurborði
 • hlutverki BIOS
 • diskastýringum
 • inn og úrtakstengi

Leikniviðmið

 • færa tölur á milli talnakerfa
 • setja upp einfaldar rökrásir

Hæfnisviðmið

 • uppfæra BIOS á einkaatölvu
 • skilja tengingu og uppbyggingu vélbúnaðar hluta í tölvu
 • skipuleggja vinnutíma og forgangsraða viðfangsefnum
 • vinna sjálfstætt
Nánari upplýsingar á námskrá.is