UPPE2AU05(SB) - Uppeldisfræði

Almenn uppeldisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein. Fjallað verður um grundvallarhugtök í uppeldisfræði, fjallað um uppeldi í sögulegu samhengi og nemendur kynnast lauslega hugmyndafræði nokkurra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Nemendur kynna sér ákveðin atriði úr þroskaferli barna og læra um samskipti, vitsmuna- og siðferðisþroska, þróun sjálfsins, listsköpun barna,áhrif fjölmiðla, leiki o.fl. Nemendur kynni sér störf leikskólakennara og heimsæki leikskóla og vinni verkefni sem gerð eru í samstarfi við leikskólastjóra svæðisins. Nemandi fær þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum við að skipuleggja verkefnavinnu, leita upplýsinga í gögnum og kynna eigin niðurstöður.

Þekkingarviðmið

 • mótunaraðilum uppeldis og menntunar og áhrifum samfélags og ýmissa menningarþátta á börn og unglinga
 • mismunandi kenningum um uppeldi og menntun
 • aðalatriðum í sögu uppeldis og menntunar á Íslandi
 • störfum og markmiðum leikskóla
 • samskiptaaðferðum og leiðum til að leysa ágreining í uppeldi
 • mikilvægi þeirra sem starfa með börnum og unglingum
 • sorg barna og birtingarmyndir hennar og hvernig best er að aðstoða börn við áföll.
 • uppeldislegu gildi íþrótta og tómstundastarfs og framboð í eigin samfélagi
 • ýmsum atriðum í þroskaferli barna

Leikniviðmið

 • beita aðferðum við lausn ágreinings
 • beita mismunandi aðferðum við að koma þekkingu sinni á framfæri
 • vinna sjálfstætt og með öðrum
 • bera saman hugmyndir ýmissa uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á skólastarf í Evrópu
 • greina ýmsa þætti í þroskaferli barna

Hæfnisviðmið

 • vinna við störf og verkefni sem tengjast börnum
 • greina uppeldisleg álitamál og draga rökstuddar ályktanir þar um
 • bregðast rétt við áföllum barna
 • taka sjálfstæða afstöðu ti mála er varða uppeldi og menntun
 • miðla þekkingu sinni á margvíslegan hátt
 • taka á ábyrgan hátt þátt í umræðu og verkefnum sem tengjast uppeldi
 • meta gildi leikskólastarfsemi
Nánari upplýsingar á námskrá.is