TÖUS1UB03(SS) - Tölvuuppsetning frá grunni

, Uppsetning stýrikerfis og bilanaleit

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er kennt hvernig tölva er sett saman frá grunni. Nemendur setja upp stýrikerfi og forrit, skoða forrit til að leita að bilunum og laga þær og finna rekla o.fl. Kannað er hvaða minni, skjákort og harður diskur passa saman við uppfærslu. Farið er hægt yfir námsefnið til að koma til móts við nemendur.

Þekkingarviðmið

  • samsetningu tölva frá grunni
  • hvaða minni, skjákort og harður diskur passa saman við uppfærslu

Leikniviðmið

  • setja upp stýrikerfi og forrit
  • að skoða forrit til að leita að bilunum og laga þær

Hæfnisviðmið

  • átta sig almennt á uppbyggingu tölva, geta sett upp helstu forrit og stýrikerfi og greint og brugðist við bilunum eða villum í kerfinu
  • greina og bregðast við bilunum eða villum í kerfinu
Nánari upplýsingar á námskrá.is