NFNG3IR05(NB) - Fagleg netagerð-Iðnreikningur

Iðnreikningur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2AR05
Farið er yfir helstu gerðir fiskineta, skilgreiningu þeirra og framleiðslu. Felling og áhrif hennar er skilgreind á stærð og lögun möskva og netsins í heild. Farið er yfir netskurð, gerð grein fyrir skurðarhlutfalli og skurðarmynstri og ýmsum stærðfræðiaðferðum í því sambandi. Gerð er grein fyrir útreikningi á flatarmáli nets og hver áhrif það hefur á mótstöðu netsins í drætti. Í áfanganum er farið yfir útreikninga á skurðarmynstri, fellingu og flatarmáli nets. Áfanganum líkur með prófi og mati á verkefnum gerðum á önninni.

Þekkingarviðmið

 • hugtakinu neti og faglegum skilgreiningum neta
 • aðferðir við mælingar veiðarfæra, mælitæki og mælitækni
 • skilgreiningu á hugtakinu fellingu neta og aðferðir við reikninga
 • skurði neta og áhrif hans á lögun þeirra. Aðferðir við reikning á skurð samkvæmt formúlum
 • flatarmáli garns í netum og útreikningum þess
 • gildi þyngda neta í veiðarfærum
 • sjóþyngdum veiðarfæra. Fótreipi, þyngingar, uppdrif
 • samsetningu neta, úrtökum og íaukningum
 • stærðum veiðarfæra
 • grandaralengdum
 • stækkun og minnkun veiðarfæra
 • framsetningu áætlana um breytingar veiðarfæra

Leikniviðmið

 • nota hugtök og heiti á viðurkenndan og réttan hátt
 • mæla veiðarfæri samkvæmt skilgreindum og með þeim tækjum sem á þarf að halda. Skrá niðurstöður mælinga á skipulegan hátt
 • reikna út mismunandi fellingar á netum eftir því hvað á við í viðkomandi veiðarfæri og reikna út flatarmál þeirra eftir fellingarstuðli
 • velja hentuga fellingu í réttan stað í veiðarfæri og í rétta tegund veiðarfæris
 • reikna út mismunandi skurði á mis-munandi stöðum í netum veiðarfæra
 • reikna út flatarmál garns í netum
 • reikna út þyngdir neta í veiðarfærum
 • reikna uppdrif efna sem sökkva ekki í sjó og vatni. Reikna uppdrif efna sem sökkva. Reikna sjóþyngd efna
 • reikna út hentugar úrtökur og íaukningar í mismunandi netum. Setja saman stykki
 • reikna út ummál trolla og nóta
 • reikna út hentugar grandaralengdir fyrir troll
 • reikna út hentuga stækkun / minnkun á veiðarfærum miðað við aðstæður
 • gera raunhæfa tíma- og kostnaðaráætlun um breytingar á veiðarfærum
 • reikna efnis- og verkkostnað (breytilegan kostnað) við verkefni
 • áætla og/eða reikna heildarþyngd veiðarfæra útfrá teikningum

Hæfnisviðmið

 • meta hvað hentar í hvert veiðarfæri
 • meta staðsetningu á skurði til að ná eftirsóknarverði lögun á veiðarfæri
 • meta áhrif mismunandi garnsverleika á dráttarviðnám togveiðarfæra
 • ákvarða magn flota til að halda veiðarfæri í sem bestri vinnslustöðu
 • ákvarða hvað þarf að setja neðan á veiðarfæri til að þau sitji sem best í notkun
 • ákvarða hlutfall á milli möskva í netum til að þau opnist sem jafnast
 • meta hentugt ummál með tilliti til stærðar veiðiskipa
 • meta hentuga stækkun eða minnkun veiðarfæra eftir aðstæðum
 • rökstyðja mat sitt og ákvarðanir með tilvísun í teikningar og útreikninga
 • miðla upplýsingum á skýran og skilmerkilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is