ENSK2HC05 - Hagnýt enska

Hagnýt enska

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2OS05
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist kunnáttu og færni í hagnýtri ensku. Þeir muna tileinka sér og þjálfast í að nota orðaforða tengdan sínu fagi og tjá sig á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á lestur fjölbreyttra texta með það fyrir augum að byggja upp bæði virkan og óvirkan orðaforða og góðan skilning. Viðfangsefni eru: m.a. textalestur, orðaforði og tjáning.

Þekkingarviðmið

  • notkun hagnýtrar ensku
  • mismunandi leiðir til að tjá sig á ensku bæði, formlega og óformlega
  • orðaforða sem tengist námi nemandans

Leikniviðmið

  • greina muninn á formlegu og óformlegu máli
  • lesa og skilja texta með sérhæfðum orðaforða sem tengist námi nemenda
  • tjá sig skriflega og munnlega á ensku

Hæfnisviðmið

  • skilja orðaforða sem tengist námi nemenda
  • nota orðaforða sem tengist námi nemenda
  • tjá sig á ensku
Nánari upplýsingar á námskrá.is