VINS1VS27(NB) - Vinnstaðanám netagerðanema A

starfsþjálfun, vinnustaðanám

Einingafjöldi: 27
Þrep: 1
Vinnustaðanám netagerðarnema er áfangi með námslokum á 1. þrepi og er 27 feiningar. Nemandi öðlast ákveðna þekkingu og hlýtur þjálfun í verklagi og vinnubrögðum á vinnustað. Á fyrsta þrepi er farið í öryggismál og umgengni, hólkun á vírum, garn og kaðla, netskurð, möskvamælingar, keðjur, víra, lása, kósa, viðgerðir á veiðarfærum, frágang á verkstæði og þrif á vélum og verkstæði.

Þekkingarviðmið

  • vinnuumhverfi og starfsviði netagerðamanna
  • ábyrgð og skyldum á vinnustað
  • reglum um þrif og umgengni á verkstæði

Leikniviðmið

  • hólka víra
  • hnýta saman garn og kaðla
  • skera net
  • ganga frá endum

Hæfnisviðmið

  • vera fær um að vinna sjálfstætt og bregðast við margvíslegum aðstæðum í starfi
  • gæta að öryggisþáttum í starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is