NLOR1LR01(NB) - Lög og reglugerðir

Lög, reglugerðir

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Nemendur læra um lög og reglugerðir er varða lágmarksmöskvastærðir og umbúnað veiðarfæra og kynnast vel veiðileyfakerfi og stjórnun og eftirliti sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar við Ísland.

Þekkingarviðmið

 • reglugerð um lágmarksmöskvastærðir togveiðarfæra: Þorsktrolla, karfatrolla, dragnóta, rækjutrolla, humartrolla
 • reglugerð um lágmarksmöskvastærðir lagneta: Þorskaneta, ýsuneta, grásleppuneta og síldarneta
 • reglugerð um lágmarksbil á milli rimla í skiljum: Rækjuskilju og bolfiskskilju
 • reglugerð um slitvara á togveiðarfærum: Húðir, mottur og net
 • reglugerð um þenslugjarðir og styrktargjarðir á togveiðarfærapokum
 • reglugerð um möskvamælingar og framkvæmd þeirra
 • opinberum stofnunum sem framfylgja lögum og reglugerðum um gerð og uppbyggingu veiðarfæra. Viðurlögum við brotum á reglum
 • heilmöskva og innanmáli á möskva
 • heitum einstakra hluta í möskva
 • umferðum á alin í nótaneti
 • legggluggum í togveiðarfærum
 • möskvamælispjöldum
 • öðrum áhöldum til möskvamælinga
 • uppsetningu og innihaldi mælingarskýrslu fyrir net
 • veiðisvæðum eftir veiðiskap og veiðarfærum
 • lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006
 • kvótakerfinu, uppbygging þess og helstu álitamálum
 • reglum um losun úrgangsefna, sorps og ónýtra veiðarfæra í sjó
 • reglum um tilkynningaskyldu á töpuðum veiðarfærum í íslenskri landhelgi
 • ákvæðum laga um ábyrgð og refsingu fyrir brot á lögum varðandi fiskveiðar og veiðarfæri

Leikniviðmið

 • sjá í fljótu bragði hvort möskvastærðir neta séu réttar með tilliti til leyfilegra lágmarka og gera viðeigandi mælingar
 • sjá hvort rimlabil sé rétt samkvæmt reglugerð og gera viðeigandi mælingar
 • athuga hvort slitvarar séu rétt staðsettir á veiðarfærinu samkvæmt reglugerð
 • mæla staðsetningu þenslugjarða og styrktargjarða
 • mæla möskvastærðir skv. reglum þar að lútandi
 • tilkynna brot á reglum og reglugerðum til viðkomandi stofnana á formlegan hátt með tilvísun í mælingaskýrslur
 • skilgreina mun á heilmöskva og innanmáli möskva
 • nota heitin við mælingar á möskva og skilgreiningu á neti
 • nota mælikvarðann við mælingar og athuganir á netum
 • skilgreina möskvastærðir og staðsetningu þeirra í veiðarfæri
 • nota möskvamælispjöld til möskvamælinga og skrá niðurstöður
 • nota lóð, stikur og þrýstimæla til möskvamæling og skrá niðurstöður
 • rita skýrslu um mælingar
 • afla upplýsinga um veiðisvæði á interneti
 • rökstyðja mál sitt og ákvarðanir varðandi veiðarfæri með tilvísun í lög um stjórnun fiskveiða
 • fara að reglum um úrgangsefni og tilkynna frábrigði til viðeigandi stofnana á formlegan hátt
 • tilkynna frábrigði til viðeigandi stofnana á formlegan hátt
 • vitna í lög og reglugerðir máli sínu til stuðnings

Hæfnisviðmið

 • skilja tilgang regluverks sjávarútvegs og veiða og taka þátt í rökræðum og skoðanaskiptum um málið
 • taka ákvarðanir með tilvísun í opinber fyrirmæli (lög, reglugerðir)
 • útskýra og rökstyðja niðurstöður mælinga fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum með tilvísun í opinber fyrirmæli
 • meta og útskýra mögulegar afleiðingar af notkun ólöglegra veiðarfæra fyrir fiskistofna og annað lífríki sjávar með hliðsjón af opinberum fyrirmælum
Nánari upplýsingar á námskrá.is