ÍSLE2MÆ05(SB) - Menningarlæsi

Menningarlæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE2LR05
Í áfanganum er leitast er við að vekja áhuga nemenda á tungumálinu og gera þá meðvitaða um hvernig tungan og bókmenntirnar endurspeglast í og eru samofnar menningu okkar og sjálfsmynd. Áfanginn byggist m.a. á því að skoða það samhengi sem er á milli bókmennta og kvikmynda.

Þekkingarviðmið

 • helstu straumum og stefnum valinna íslenskra bókmennta og kvikmynda
 • bókmenntahugtökum sagnahefðarinnar
 • myndmáli og stílbrögðum ljóða og texta

Leikniviðmið

 • lesa bókmenntatexta og mynda sér skoðun á þeim
 • gera grein fyrir inntaki bókmenntaverka
 • beita sjálfstæðum og skipulegum vinnubrögðum við ritsmíðar
 • rýna í menningu og mynda sér skoðun út frá kvikmyndum og bókmenntum
 • beita hugtökunum myndlæsi og menningarrýni

Hæfnisviðmið

 • beita bókmenntahugtökum við greiningu á bókmenntum og kvikmyndasögu
 • taka þátt í málefnalegum umræðum
 • fjalla um menningu í mismunandi miðlum, t.d. kvikmyndum
 • geta lesið í menningu þjóða út frá bókmenntum og kvikmyndum
Nánari upplýsingar á námskrá.is