FÉLA3HE05 - Heilsufélagsfræði

heilsufélagsfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLA3KS05
Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að skoða heilsu og heilbrigði útfrá félagsfræðilegu sjónarhorni. Nemendum verður kennt að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka skilning á viðfangsefnum heilsufélagsfræðinnar. Skoðaðar verða fjöldi rannsókna í heilsufélagsfræði með það fyrir augum að gera nemandann læsari á viðfangsefni greinarinnar

Þekkingarviðmið

  • heilbrigði og lýðheilsu á Íslandi
  • tengslum fjölskyldunnar við heilsu og sjúkdóma
  • faraldsfræði og rannsóknum sem miða að því að hefta útbreiðslu sjúkdóma
  • heilsu í sögulegu ljósi
  • tengslum stéttar, stöðu og heilbrigðis
  • tengslum þátta eins og t.d. kynhlutverka við heilbrigði

Leikniviðmið

  • skilja mikilvægi heilbrigðra lífshátta og daglegs lífs
  • skilja hvernig hægt er að móta líf sitt með tilliti til góðrar heilsu, andleg og líkamleg
  • greina þætti í umhverfinu sem kunna að hafa neikvæða áhrif á einstaklinga og hópa
  • geta beitt fræðilegum vinnubrögðum
  • geta skilið viðfangsefni greinarinnar út frá þeim kenningum og aðferðum sem beitt er innan heilsufélagsfræði

Hæfnisviðmið

  • geta beitt gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
  • skilja helstu aðferðir greinarinnar og geta nýtt sér kenningar hennar í leik og starfi
  • leitast við að yfirfæra þá þekkingu sem hann aflar sér í áfanganum yfir á daglegt líf
Nánari upplýsingar á námskrá.is